- Auglýsing -

Ómar Ingi markahæstur í níunda sigurleiknum – Ýmir, Óðinn og Arnar

- Auglýsing -


Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu í gær síðasta æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu þegar liðið lagði Stuttgart á heimavelli, 29:25. Stuttgart, var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Þetta var níundi sigur Magdeburg í jafn mörgum æfingaleikjum á síðustu vikum. Fyrsti leikur Magdeburg í þýsku 1. deildinni verður gegn Lemgo á útivelli á föstudaginn eftir viku.

Ómar Ingi markahæstur

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá SC Magdeburg í leiknum með níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu tvö mörk hvor.

„Þetta var svolítið erfiður leikur hjá okkur enda erum við hálf lúnir eftir þrjá leiki á þremur dögum um síðustu helgi,“ er haft eftir markverði Magdeburg, Sergey Hernandez.  Hann varði 12 skot.

Ýmir hafði betur gegn Óðni

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark í sigurleik Göppingen á svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen, 28:27, í æfingaleik í BBC Arena í Schaffhausen í gær.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark úr vítakasti fyrir Kadetten Schaffhausen.

Átta marka sigur hjá Arnari Frey

Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir MT Melsungen í átta marka sigri liðsins á TBV Lemgo, 32:24, í æfingaleik í gær. Þetta var síðasti æfingaleikur MT Melsungen áður en flautað verður til leiks í þýsku 1. deildinni í lok næsta viku. Melsungen mætir Rhein-Neckar Löwen í fyrstu umferð. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Reynir Þór Stefánsson tók þátt í leiknum með Melsungen. Alltént skoraði hann mark að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -