- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi markahæstur í öruggum sigri á Göppingen

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg skoraði sjö mörk í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann Göppingen á heimavelli í kvöld, 31:24, og Rhein-Neckar Löwen lagði Hamburg með þriggja marka mun, 30:27, og heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen hafa tapað einum leik hvort. Fyrrnefnda liðið hefur lagt fjórar viðureignir að baki en Löwen fimm. Göppingen er áfram í næst neðsta sæti með sitt eina stig úr fimm viðureignum.

Gísli var allt í öllu

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá SC Magdeburg með sjö mörk, fimm þeirra skoraði hann frá vítalínunni. Einnnig gaf hann tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson var að vanda allt í öllu í sóknarleik meistaranna. Hann skoraði þrisvar og gaf þrjár stoðsendingar. Svíinn Isak Persson, sem kom til Magdeburg rétt fyrir leiktíðina, var næst iðnaðstur við markaskorun. Persson skoraði í fimm skipti.

Ýmir Örn Gíslason fyrirliði Göppingen skoraði tvisvar í leiknum. Marcel Schiller var markahæstur með fimm mörk, þrjú þeirra úr vítaköstum.

Ivan Martinovic skoraði átta mörk, fjögur úr vítaköstum, og var atkvæðamestur hjá Rhein-Neckar Löwen í sigrinum á HSV Hamburg í Mannheim. Næstur var þýski landsliðsmaðurinn Sebastian Heymann með sex mörk. Því miður kom Arnór Snær Óskarsson lítið við sögu.

Casper Mortensen, Niklas Weller og Leif Tissier skoruðu sex mörk hver fyrir Hamborgarliðið.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -