- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi markahæstur – Magdeburg með góða stöðu eftir sigur í Búkarest

Robert Mihai Militaru og Haukur Þrastarson með augun á Ómar Inga Magnússyni í leiknum í Búkarest í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þýsku meistararnir SC Magdeburg eru í góðri stöðu eftir öruggan sigur á Dinamo Búkarest í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 30:26, í Polyvalent Hall í Búkarest í dag. Síðari viðureignin fer fram í Magdeburg eftir viku. Samalagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og mætir ungversku meisturunum One Veszprém.

Error, no group ID set! Check your syntax!

Allir Íslendingarnir tóku þátt

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku með Magdeburg og að vanda var Haukur Þrastarson í liði Dinamo.
Ómar Ingi var markahæstur hjá Magdeburg með sex mörk þetta var fyrsti leikur hans í Meistaradeild Evrópu síðan í nóvember. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson búinn að leika vörn Dinamo grátt í leiknum í Búkarest í kvöld. Ljósmynd/EPA

Haukur skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu

Haukur Þrastarson sækir að Magnus Saugstrup varnarmani Magdeburg. Ljósmynd/EPA

Leikmenn SC Magdeburg gerðu út um leikinn á fyrstu 20 mínútunum í Búkarest í kvöld. Eftir rúmar 17 mínútur var Magdeburg búið að ná átta marka forskoti, 13:5. Í hálfleik var fimm marka munur, 16:11. Leikmenn Dinamo tókst að minnka aðeins muninn á síðustu mínútum leiksins en ógnuðu aldrei sigri Magdeburg.

Síðari í kvöld mætast Industria Kielce og Füchse Berlin í útsláttarkeppninni.

Annað kvöld verða tveir leikir. Pick Szeged fær PSG í heimsón og Nantes sækir Wisla Plock heim til Póllands.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -