- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í sigurliði í Partille

Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg gegn Sävehof í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur. Mynd/Guðmundur Svansson

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar þeirra í þýska liðinu SC Magdeburg unnu sænska liðið Sävehof með þriggja marka mun í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld, 29:26.

Jannick Green, markvörður Magdeburg t.v. var með 38% markvörslu í kvöld. Mynd/Guðmundur Svansson

Leikið var í Partille í Svíþjóð. Um var að ræða frestaðan leik frá 23. nóvember sem ekki var hægt að leika á þeim tíma vegna kórónuveirunnar sem sló niður í herbúðir Magdeburg.


Íslendingarnir voru ekki aðsópsmiklir í leiknum í kvöld. Hvorugur þeirra skoraði mark en Ómar Ingi átti þrjár stoðsendingar. Daninn Michael Damgaard skoraði sex mörk og átti fjórar sendingar í liði Magdeburg og Hollendingurinn Kay Smits, Daninn Magnus Saugstrup og Norðmaðurinn Magnus Gullerud skoruðu fjögur mörk hver.


Alexander Westby skoraði sex mörk fyrir Sävehof. Færeyska ungstirnið, Elias Ellefsen á Skipagötu, skoraði fjögur mörk og átti sex stoðsendingar.


Staðan í Criðli Evrópudeildarinnar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -