- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi skoraði 11 mörk í níu marka sigri

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með SC Magdeburg í dag þegar liðið vann HSV Hamburg á heimavelli í þýsku 1. deildinni á handknattleik, 37:28. Selfyssingurinn skoraði 11 mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór einnig mikinn þótt hann hafi látið tvö mörk duga því hann átti átta stoðsendingar á samherja sína.


Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar með 41 stig eftir 26 leiki og er fimm stigum á eftir MT Melsungen og Füchse Berlin sem hafa leikið 28 sinnum.

23. sigur Melsungen

MT Melsungen heldur pressunni á Berlínarliðinu með sigri á Rhein-Neckar Löwen á heimavelli í dag, 25:22. Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson, sem lék sinn fyrsta leik með Melsungen á þriðjudaginn eftir langvarandi fjarveru vegna meiðsla, var í leikmannahópi Melsungen í dag en kom lítið við sögu.

Stórleikur Viggós nægði ekki

Ýmir Örn Gíslason og félagar í Frish Auf! Göppingen unnu HC Erlangen, 25:24, á heimavelli þrátt fyrir stórleik Viggós Kristjánssonar með Erlangen. Viggó skoraði sjö mörk og gaf níu stoðsendingar.

Mikið gekk á síðari hálfleik var m.a. þremur leikmönnum sýnt rauða spjaldið.

Göppingen lagði grunn að sigrinum með afar öflugum fyrri hálfleik. Liðið var með fimm marka forskot að honum loknum, 14:9.

Ýmir Örn skoraði tvö mörk fyrir Göppingen sem er komið upp í 13. sæti með 19 stig. Liðið hefur rétt úr kútnum eftir því sem á tímabilið hefur liðið.

HC Erlangen áfram í mestu kröggum aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -