- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi skoraði 16 mörk – Magdeburg með fjögurra stiga forystu

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon sýndi stórbrotna frammistöðu með SC Magdeburg í dag þegar hann skoraði 16 mörk í 30:28, sigri Magdeburg á Leipzig á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann geigaði aðeins á fjórum skotum. Sjö marka sinna skoraði Selfyssingurinn af vítapunktinum. Langt er síðan að leikmaður hefur skorað 16 mörk í leik með liði sínu í þýsku 1. deildinni og um leið meira en helming marka liðsins.

Með sigrinum náði Magdeburg fjögurra stiga forskoti í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason tvö. Högg það sem Gísli Þorgeir fékk á annað hnéið í leik á fimmtudaginn hefur sem betur fer ekki dregið dilk á eftir sér.

Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Leipzig og átti þrjár stoðsendingar. Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.

Möguleiki á Evrópusæti?

Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, vann meistara síðasta árs, THW Kiel, 40:29, á heimavelli.

Gummersbach á þar með áfram möguleika á að ná í fimmta sæti deildarinnar og þar með krækja í sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og átti tvær stoðsendingar. Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -