- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi treysti stöðu sína í keppni um markakóngstitilinn

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að gera það gott með samherjum sínum í SC Magdeburg. Hann treysti stöðu sína í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í kvöld þegar hann skoraði sjö mörk þegar Magdeburg vann Rhein-Neckar Löwen, 27:22, í útivelli. Magdeburg er þar með öruggt um þriðja sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir.


Ómar Ingi hefur þar með skorað 254 mörk og er 12 mörkum á undan Marcel Schiller hornamanni Göppingen sem á leik inni á Selfyssinginn. Göppingen sækir GWD Minden heim á morgun.


Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir Rhein-Neckar Löwen að þessu sinni en var fastur fyrir í vörn liðsins.

Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna axlarmeiðsla.


Viggó Kristjánsson er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 216 mörk eftir að hafa skoraði sjö mörk í kvöld þegar lið hans Stuttgart tapaði á heimavelli, 27:25, fyrir Erlangen. Viggó er fimm mörkum á eftir Bjarka Má Elíssyni sem er í þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Bjarki og félagar í Lemgo mæta Melsungen á morgun á heimavelli en Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson leikur með liðinu.


Arnór Þór Gunnarsson er fjarverandi vegna meiðsla og tók þar af leiðandi ekki þátt í sigurleik Bergischer á botnliði Coburg, 27:24, á útivelli.


Oddur Gretarsson skoraði eitt mark úr vítakasti þegar lið hans Balingen-Weilstetten mætti ofurefli í liði Füchse Berlin í Max Schmeling-halle í Berlín í kvöld, 36:30. Oddur hefur lítið gert annað en tekið vítaköst í síðustu leikjum vegna þess að hann glímir við meiðsli sem hann fær bót á í sumar.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -