„Ég veit ekki hvað gerðist. Það var ekki eitt sem klikkaði heldur allt og niðurstaðan var ömurleg frammistaða,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 19 marka tap liðsins fyrir Aftureldingu að Varmá í kvöld, 40:21. Ekkert sást til Stjörnuliðsins sem lék til undanúrslita og úrslita í Poweradebikarnum á dögunum.
„Það er engin ástæða til að fegra þetta. Frammistaðan var alveg galin,“ sagði Hrannar sem var nánast orðlaus eftir frammistöðu.
Engin afsökun
„Það er engin afsökuna að hafa leikið fyrir fjórum dögum í úrslitum bikarsins. Menn eiga að geta mætt í leiki og lagt allt í sölurnar. Það böggar mig mest að við gerðum það ekki,“ sagði Hrannar sem reiknaði með að halda aftur af sér þegar inni í klefa verður komið.