- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Opna EM: Frakkar reyndust sterkari

Jens Bragi Bergþórsson í einum af leikjum íslenska landsliðsins á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

U-17 ára landslið karla í handknattleik karla tapaði fyrir Frökkum, 26:20, í fyrri leik sínum í dag á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Leikurinn var sá fyrsti af þremur hjá liðinu í milliriðlakeppni átta efstu liða mótsins. Síðar í dag mætast íslensku piltarnir landsliði Sviss. Síðasti leikur milliriðlakeppninnar verður við Ísraelsmenn í fyrramálið.

Eftir jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik gegn Frökkum í morgun, 11:11, átti íslenska liðið á brattann að sækja í síðari hálfleik. Framan af gekk margt á afturfótunum hjá piltunum með þeim afleiðingum að þeir frönsku gengu á lagið og náðu forskoti sem skilaði Frökkum sigri, 26:20.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 6, Antoine Óskar Pantano 3, Magnús Dagur Jónatansson 3, Ingvar Dagur Gunnarsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1.

Óskar Þórarinsson varði átta skot í markinu.

Íslenska landsliðið á Opna Evrópumótinu: Efri röð f.v. Unnar Arnarsson, Heimir Örn Árnason, Jónas Karl Gunnlaugsson, Þórir Ingi Þorsteinsson, Jens Bragi Bergþórsson, Max Emil Stenlund, Ingvar Dagur Gunnarsson, Daníel Bæring Grétarsson, Magnús Dagur Jónatansson, Dagur Árni Heimisson, Stefán Árnason, Herbert Ingi Sigfússon. Neðri röð f.v.: Stefán Magni Hjartarson, Ágúst Guðmundsson, Harri Halldórsson, Sigurjón Bragi Atlason, Óskar Þórarinsson, Antoine Óskar Pantano, Hugi Elmarsson, Nathan Doku Helgi Asare. Mynd/Guðmundur Svansson

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -