- Auglýsing -
Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélgar í Sporting Lissabon hefja nýtt keppnistímabil í Portúgal eins og þeir luku því síðasta, þ.e. með sigri á FC Porto. Í dag lagði Sporting liðsmenn Porto með sjö marka mun í meistarakeppninni, 36:29, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik.
Orri Freyr skoraði þrjú mörk fyrir Sporting. Francisco Costa var markahæstur með níu mörk og Salvador fyrirliði skoraði fjórum sinnum.
Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk fyrir FC Porto. Jose Ferreira var atkvæðamestur Porto-manna með sex mörk.
- Auglýsing -