Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í meistaraliðinu Sporting Lissabon sýndu í kvöld að þeir eru ennþá með besta liðið í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir lögðu Porto, 31:30, í hnífjöfnum leik í uppgjöri tveggja bestu handknattleiksliða landsins um þessar mundir.
Hvorugt liðið hafði tapaði stigi fyrir viðureignina í kvöld en nú standa leikmenn Sporting einir í efsta sæti með 11 sigurleiki, 33 stig. Porto er með 10 sigra og eitt tap.
Orri Freyr skoraði þrjú mörk fyrir Sporting. Martim Costa var markahæstur með 11 mörk og bróðir hans Francisco Costa var næstur með sex mörk.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Porto og var næst markahæstur. Victor Alvarez skoraði einu marki fleira en Mosfellingurinn sem kemur heim til Íslands á morgun eins og Orri Freyr til þátttöku í tveimur landsleikjum í komandi viku.
Benfica áfram í 3. sæti
Stiven Tobar Valencia og samherjar í Benfica unnu ABC de Braga, 36:31, í Lissabon í dag og eru í þriðja sæti deildarinnar eins og áður. Stiven Tobar skoraði tvö mörk.