- Auglýsing -
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í norska meistaraliðinu Elverum tryggðu sér í dag sæti í úrslitum um norska bikarinn í handknattleik karla. Elverum vann ØIF Arendal 29:27 í úrslitum eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12.
Orri Freyr skoraði eitt mark fyrir Elverum sem mætir annað hvort Kristiansand eða Kolstad í úrslitaleik á morgun. Liðin eigast við í hinni viðureign undanúrslitanna síðari í dag. Með Kolstad leika Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason.
Hafþór Már Vignisson lék með ØIF Arendal og skoraði eitt mark eins og Orri Freyr. Úrslitahelgi bikarkeppninnar fer fram í Sør Amfi, heimavelli ØIF Arendal.
- Auglýsing -