- Auglýsing -
Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting leika til úrslita við Viktor Gísla Hallgrímsson og samherja í Barcelona um Íberíubikarinn í handknattleik karla á morgun. Sporting vann spænska liðið Ademar León, 42:27, í undanúrslitum í dag.
Barcelona lagði FC Porto með Þorstein Leó Gunnarsson innanborðs, 28:25, í hinni viðureign undanúrslita.
Fremur fátæklegar upplýsingar eru að finna um frammistöðu leikmanna í leikjum dagsins í Íberíubikarnum. Eftir nokkra leit var þó hægt að grafa upp að Þorsteinn Leó skoraði tvö mörk fyrir Porto í leiknum við Viktor Gísla og félaga í Barcelona.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -