- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Orri Freyr markahæstur í Max Schmeling-Halle

- Auglýsing -

Afar góður leikur Orra Freys Þorkelssonar nægði portúgalska meistaraliðinu Sporting ekki í gærkvöld gegn þýska meistaraliðinu Füchse Berlin í áttundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu. Orri Freyr skoraði 8 mörk í leiknum sem Sporting tapaði með fjögurra marka mun, 33:29, í Max Schmeling-Halle í Berlín.


Berlínarliðið hefur þar með unnið allar átta viðureignir sínar til þessa og er í efsta sæti riðilsins. Orri Freyr og liðsfélagar hafa ekki náð sér á sama flug í riðlakeppninni og á síðasta ári. Sporting er með átta stig í fimmta sæti.

Orri Freyr var markahæstur hjá Sporting. Næstur var Francisco Costa með fimm mörk.

Danirnir Lasse Andersson og Mathias Gidsel voru atkvæðamestir hjá Füchse. Andersson skoraði níu mörk og Gidsel átta.

Í hinum leik gærkvöldsins í A-riðli vann Dinamo Búkarest sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dinamo lagði Nantes, 29:28, í Búkarest.


Í B-riðli vann Wisla Plock danska liðið GOG og kom þar með í veg fyrir að liðin hefðu sætaskipti í fimmta og sjötta sæti. Wisla vann með tveggja marka mun, 30:29.

Pick Szeged vann stórsigur á Eurofarm Pelister, 35:20, í Szeged í Ungverjalandi og náði fram hefndum fyrir tap í fyrri viðureigninni.

Staðan í riðlunum:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -