- Auglýsing -
Orri Freyr Þorkelsson var með fullkomna nýtingu í kvöld, átta mörk í átta skotum, þegar lið hans Elverum vann átjánda leikinn sinn í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Elverum vann Tønsberg Nøtterøy, 33:24, á útivelli eftir að hafa verið sjö mörkum yfir 20:13, að loknum fyrri hálfleik.
Orri Freyr var markahæstur hjá Elverum ásamt Sindre Heldal. Örn Vesteinsson Östenberg skoraði eitt mark fyrir Tønsberg Nøtterøy sem er í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með 10 stig eftir 18 leiki.
Elverum er efst í deildinni með 36 stig eftir 18 leiki. Drammen er næst á eftir með 29 stig. Drammen gerði jafntefli á útivelli í kvöld við Sandefjord, 34:34.
Óskar Ólafsson skoraði ekki mark fyrir Drammen í leiknum. Hinn hálf íslenski, Viktor Petersen Norberg skoraði hinsvegar í sex skipti fyrir Drammen liðið.