Orri Freyr Þorkelsson var með fullkomna nýtingu, fimm mörk í fimm skotum, þegar meistarar Sporting Lissabon vann ABC de Braga örugglega, 38:29, á heimavelli í 18. umferð portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sporting er eitt á toppi deildarinnar eftir leikina í gær með 52 stig.
Sleipt gólf – leik hætt
Minna varð úr viðureign Avanca og Porto en til stóð. Leik liðanna var hætt eftir hálfa níundu mínútu vegna þess að gólf keppnishallarinnar var sleipt. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Porto ákveðið láta gott heita eftir að leikmaður Avanca meiddist. Porto var þá yfir, 5:2. Þorsteinn Leó hafði ekki skoraði mark.
Stefnt er á að liðin mætist við betri aðstæður 5. febrúar.
Porto er þremur stigum á eftir og leik á eftir Sporting en gefin eru þrjú stig fyrir sigur í portúgölsku 1. deildinni.
Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark úr einu skoti þegar Benfica vann Nazaré Dom Fuas á útivelli, 34:26, á útivelli. Benfica situr í þriðja sæti deildarinnar eftir sem áður eftir 15 sigurleiki og þrjú töp.
Hlé verður nú gert á keppni í portúgölsku deildinni fram í febrúar vegna HM karla í handknattleik. Leikmenn eru ekki alveg komnir í jólafrí vegna þess að leikið verður í bikarkeppninni um helgina.