- Auglýsing -
Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson urðu í dag norskir bikarmeistarar í handknattleik karla með Elverum. Elverum lagði Arendal í úrslitaleik með þriggja marka mun, 35:32, í Jordal Amfi austur af Ósló.
Hvorki Orri Freyr né Aron Dagur skoruðu mörk í leiknum í úrslitaleiknum.
Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 19:19, en Elverumliðið var sterkara í síðari hálfleik.
Þetta er annar titill Elverum á tímabilinu en fyrir nokkru varð liðið norskur meistari. Þá er það í góðri stöðu í undanúrslitum um sigur í úrslitakeppninni.
Evrópumeistarar Vipers Kristiansand unnu stórsigur á Molde í úrslitaleik bikarkeppninnar í kvennaflokki, 38:20. Leikurinn fór fram á undan undanúrslitaleiknum í karlaflokki.
- Auglýsing -