- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar efstir – Stiven mætti eftir meiðsli

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia voru báðir í sigurliðum í portúgölsku efstu deildinni í gær. Orri Freyr og félagar unnu Águas Santas Mianeza, 35:18, á heimavelli í Lissabon. Sporting er efst í deildinni með 15 stig eftir fimm leiki eins og meistarar Porto sem lögðu AA Avanca, 35:28, á útivelli.


Stiven Tobar, mætti til leiks á ný eftir þriggja leikja fjarveru vegna meiðsla, og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar Benfica lagði Vitóría, 35:19, á útivelli. Benfica hefur einnig unnið inn 15 stig í deildinni en hefur lokið sex viðureignum, tapað einum leik.

Næst markahæstur

Hafnfirðingurinn Orri Freyr skoraði fimm mörk í sex skotum og var næst markahæstur hjá Sporting í sigrinum örugga á Águas Santas Mianeza, 35:18. Næsti leikur Sporting verður við Beleneses á miðvikudagskvöldið í Lissabon.

Staðan á einni síðu

Hægt að kynna sér stöðuna í mörgum deildum evrópska handknattleiksins á sérstakri stöðusíðu sem sett hefur verið upp undir flipanum staða og leikir og m.a. má nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -