Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í portúgalska meistaraliðinu Sporting Lissabon fóru illa með danska Íslendingaliðið Fredericia HK í annarri umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Viðureign liðanna fór fram í Jyske Bank Arena í Óðinsvéum og lauk með 18 marka sigri Sporting, 37:19. Staðan var 17:8 að loknum fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti heimaleikur Fredericia HK í Evrópukeppni í handknattleik í 44 ár og ljóst að hann verður ekki félaginu minnistæður nema fyrir þá einu ástæðu.
Orri Freyr skoraði fjögur mörk í fimm skotum leiknum fyrir Sporting sem unnið hefur tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Francisco Costa var markahæstur með sex mörk. Lasse Balstad skoraði fjögur mörk fyrir Fredericia HK og var atkvæðamestur við þá iðju.
Arnór Viðarsson tók töluverðan þátt í leiknum og skoraði þrisvar sinnum fyrir Fredericia HK. Einar Þorsteinn Ólafsson var meira með í vörninni en sókninni. Engu að síður skoraði hann eitt mark. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia HK. Liðið hefur tapaði báðum leikjum sínum í keppninni fram til þessa.
13 marka sigur hjá Bjarka Má
Bjarki Már Elísson og félagar í ungverska meistaraliðinu Veszprém tóku leikmenn franska meistaraliðsins PSG til bæna á heimavelli í kvöld en liðin eru einnig í A-riðli Meistaradeildinni. Lokatölur, 41:28, fyrir Veszprém sem var þremur mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:15. Bjarki Már og félagar fóru á kostum í síðari hálfleik.
Bjarki Már skoraði eitt mark. Mikita Vailupau skoraði sjö mörk fyrir ungversku meistarana og Nedim Remili var næstur með sjö mörk. Ferran Sole skoraði fimm mörk fyrir PSG eins og Kamil Syprzak.
Staðan í A-riðli eftir tvær umferðir: