- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar gjörsigruðu PSG – Magdeburg skoraði 18 mörk – myndskeið

Andrè Bergsholm Kristensen markvörður Sporting glaður með vaktina sína í Lissabon í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon halda áfram að gera það gott í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Þeir gjörsigruðu franska meistaraliðið PSG, 39:28, í portúgölsku höfuðborginni í kvöld og læddu sér upp í þriðja sæti A-riðils með 11 stig að loknum átta leikjum. Sporting er á góðri leið með að verða öruggt um sæti í útsláttarkeppninni í vor þótt enn séu fimm viðureignir eftir.

Orri skoraði sjö – Kristensen frábær

Orri Freyr fór á kostum í leiknum, skoraði sjö mörk í átta skotum og var næst markahæstur leikmanna portúgölsku meistaranna.

Norðmaðurinn Andrè Bergsholm Kristensen markvörður Sporting var frábær, varði 17 skot, 40%.

Mandic lék þá þýsku grátt

Á sama tíma steinlá þýska meistaraliðið SC Magdeburg, fyrir RK Zagreb í Króatíu, 22:18, og stendur ekkert of vel að vígi í B-riðli með fimm stig þegar átta viðureignir eru að baki.

Matej Mandic markvörður RK Zagreb fór hamförum í marki RK Zagreb, varði 20 skot, 54%!

Ár og dagur er vafalaust síðan Magdeburg náði ekki að skora 20 mörk í leik.

Sjö mörk í fyrri hálfleik

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og var markahæstur ásamt tveimur samherjum sínum. Gísli átti eina stoðsendingu. Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í þessum einkennilega handboltaleik. Zagreb var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 11:7.

Þetta var fyrsti leikur RK Zagreb eftir að gamli refurinn Velimir Petkovic tók við þjálfun liðsins á dögunum.

Nærri stigi í Bitola

Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í danska liðinu Fredericia HK voru hársbreidd frá sigri í Bitola í Norður Makedóníu í hörkuleik við Eurofarm Pelister. Heimamenn jöfnuðu tveimur mínútum fyrir leikslok, 29:29, eftir að Fredericia HK hafði haft undirtökin lengst af.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK. Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.
Fredericia HK er næst neðst í A-riðli með þrjú stig, stigi á eftir Eurofarm Pelister.

Norsku meistararnir í Kolstad sóttu ekki stig til Álaborgar að þessu sinni. Með nýjan þjálfara við stjórnvölin frá síðasta leik liðanna í keppninni fyrir fáeinum vikum þá hafði Aalborg Håndbold betur, 30:28.

Sveinn Jóhannsson leikmaður Kolstad tekur á Miguel Martins leikmanni Aalborg. Ljósmynd/EPA

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad og Sveinn Jóhannsson eitt. Benedikt Gunnar Óskarsson var ekki á meðal markaskorara norska meistaraliðsins sem er stigi fyrir ofan Magdeburg í sjötta sæti B-riðils með sex stig. Magnus Søndenå skoraði átta mörk fyrir Kolstad og var markahæstur. Buster Juul skoraði sjö sinnum fyrir dönsku meistarana. Þeir sitja í þriðja sæti B-riðils með níu stig.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -