- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Orri Freyr og félagar í traustri stöðu

- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk, eitt úr vítakasti, þegar lið hans Sporting vann Porto, 36:32, í uppgjöri tveggja efstu liða í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Porto. Sporting var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.

Þorsteinn Leó Gunnarsson var ekki með Porto. Hann er meiddur.

Eftir sigurinn í Porto í gærkvöld hefur Sporting afgerandi stöðu í efsta sæti deildarinnar.


Sporting er efst með 42 stig eftir 14 leiki en gefin eru þrjú stig fyrir sigur í portúgölsku deildinni, tvö fyrir jafntefli og eitt fyrir að mæta til leiks og tapa. Porto er næst á eftir með 39 stig að loknum 15 leikjum.

Benfica, sem Stiven Tobar Valencia leikur með, er í þriðja sæti með 38 stig eftir 14 leiki. Stiven skoraði sex mörk í fyrrakvöld í sigurleik Benfica á Póvova AC, 31:22, í fyrrakvöld eins og handbolti.is sagði frá.

Staðan efstu deild portúgalska handknattleiksins:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -