- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar komast ekki til Kölnar

Orri Freyr Þorkelsson var skiljanlega niðurlútur eftir að Sporting missti af tækifærinu að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Nantes og Füchse Berlin tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum, úrslitahelgi, Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fer í Lanxess Arena í Köln 14. og 15. júní. Nantes lagði Orra Frey Þorkelsson og liðsfélaga í Sporting Lissabon, 32:30, í Lissabon í kvöld og samanlagt með þriggja marka mun, 62:59.

Füchse Berlin, sem vann Aalborg Håndbold öðru sinni, hefur aldrei áður náð svo langt í Meistaradeild Evrópu. Nantes á hinn bóginn komst í undanúrslit 2018 og lék meira að segja til úrslita í keppninni gegn Montpellier en beið lægri hlut.


Füchse vann báða leikina við Aalborg Håndbold örugglega og samanlagt, 77:65.

Orri Freyr skoraði þrjú mörk fyrir Sporting í kvöld. Bræðurnir Martím og Francisco Costa skoruðu oftast, samanlagt 14 sinnum.

Aymeric Minne skoraði átta mörk fyrir Nantes og Nicolas Tournat sex mörk eins og Valero Rivera. Gamli refurinn Ivan Pesic var öflugur í marki Nantes og varði 16 skot, 36%.

Leikmenn Nantes voru skiljanlega kátir með að hafa tryggt sér sæti úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ljósmynd/EPA

Á brattann var að sækja

Það var á brattann að sækja hjá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold á heimavelli í kvöld gegn Füchse Berlin eftir átta marka tap í fyrri viðureigninni. Berlínarliðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og vann með fjögurra marka mun, 40:36.

Mathias Gidsel leikmaður Füchse Berlin reyndist löndum sínum erfiður í Álaborg í kvöld. Ljósmynd/EPA

Danirnir Mathias Gidsel og Lasse Andersson voru allt í öllu hjá Füchse. Gidsel skoraði níu mörk og Andersson sjö.

Kristian Björnsen og Thomas Arnoldsen voru atkvæðamestir hjá Aalborg. Norðmaðurinn skoraði 9 mörk og Arnoldsen fimm en sá síðarnefndi er nýlega byrjaður að leika á ný eftir veikindahlé.

Annað kvöld lýkur 8-liða úrslitum þegar Magdeburg sækir Veszprém heim og Barcelona tekur á móti Pick Szeged.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -