- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og Stiven Tobar á sigurbraut í Portúgal

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia halda áfram að gera það gott með félagsliðum sínum í efstu deild portúgalska handboltans.

Sporting hefur áfram yfirburði í deildinni. Liðið vann sinn 19. leik í gær þegar það sótti FC Gaia heim í nágrenni Porto, lokatölur 36:23. Orri Freyr skoraði þrjú mörk í þremur tilraunum. Francisco Costa var markahæstur eins og stundum áður með átta mörk.

Stiven Tobar leikmaður Benfica og landsliðsmaður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stiven Tobar skoraði fimm mörk í sex skotum í öruggum sigri Benfica á heimavelli í gær þegar liðsmenn Aguas Santas Milaneza komu í heimsókn til höfuðborgarinnar, Lissabon. Lokatölur 33:26 fyrir Benfica sem var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15.

Benfica er í þriðja sæti deildarinnar með 49 stig eftir 19 leiki og er jafnt Porto að stigum. Porto á leik inni gegn ABC de Braga í dag.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -