- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr skoraði sex mörk í síðasta leik ársins

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting gegn Füchse Berlín í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting Lissabon töpuðu naumlega fyrir Füchse Berlin, 33:32, í 10. og síðustu umferð ársins í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Mikil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum og var Sporting nærri búið að jafna.

Sporting situr þar með í þriðja sæti A-riðils Meistaradeildar með 13 stig þangað til þráðurinn verður tekinn upp á nýjan leik í febrúar. Veszprém er efst með 18 stig og PSG er í öðru sæti, einu stigi fyrir ofan Sporting.


Orri Freyr átti fínan leik í gær. Hann skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum. Bræðurnir Francisco og Martim Costa voru markahæstir með sex mörk hvor.

Tim Freihöfer var markahæstur hjá Füchse Berlin með 10 mörk. Daninn Mathias Gidsel skoraði átta sinnum fyrir Berlínarliðið sem er í fjórða sæti A-riðils stigi á eftir Sporting.

Barcelona vann vandræðaliðið

Barcelona er áfram efst í B-riðli. Spænsku meistararnir unnu RK Zagreb, 38:30, í Katalóníu í gær. Króatísku meistararnir reka lestina í riðlinum með fjögur stig.

Tveir leikmenn RK Zagreb eru í agabanni eftir slagsmál í búningklefanum fyrir viku eins og handbolti.is sagði frá hér. Þá er einn til viðbótar á sjúkralista eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum.

Melvyn Richardson skoraði 11 mörk fyrir Barcelona sem hefur 17 stig eftir leikina 10 í keppninni. Rússinn Timur Dibirov skoraði átta mörk fyrir Zagreb-liðið.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -