Orri Freyr Þorkelsson fór á kostum í fyrsta heimaleiknum í dag með Elverum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið vann Haslum, 37:21, í annarri umferð deildarinnar. Orri Freyr skoraði níu mörk í 11 tilraunum og var markahæsti leikmaður liðsins. Hann skoraði ekkert markanna úr vítakasti.
Þetta var annar sigur Elverum á leiktíðinni en Orri Freyr kom lítið við sögu þegar Elverum vann Drammen í fyrstu umferð. Hafnfirðingurinn nýtti hinsvegar tækifæri á eftirminnilegan hátt í dag með stórleik og stimplaði sig svo sannarlega inn í norsku deildarkeppnina og það á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn norska meistaraliðsins.
Hinn hálf íslenski Viktor Peteren Nordberg skoraði fjögur mörk fyrir Drammen er liðið tapaði óvænt fyrir Fjellhammer, 27:23, á útivelli. Óskar Ólafsson skoraði þrisvar sinnum fyrir Drammen sem er án stiga eftir tvær umferðir.
Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark fyrir Tønsberg Nøtterøy sem tapaði á heimavelli fyrir Bækkelaget Håndball Elite, 33:29, á heimavelli.