- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggt hjá Aftureldingu

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar stýrir liðinu næstu þrjú ár. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Víkingum tókst ekki að leggja stein í götu Aftureldingar í kvöld og krækja í stig í heimsókn sinni í Mosfellsbæinn í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Afturelding var mikið sterkari frá upphafi til enda leiksins og vann með níu marka munu, 28:19. Heimamenn voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:8.


Allt frá upphafi var talsverður munur á liðunum og því varð aldrei nein spenna. Aftureldingarliðið lék betur en gegn HK á mánudagskvöldið og hleypti leikmönnum Víkings aldrei nærri sér.


Með sigrinum komst Afturelding upp í þriðja sæti deildarinnar með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og Val en Stjarnan á leik til góða.
Víkingur er sem fyrr á botninum án stiga eftir sex leiki eins og HK sem á leik til góða annað kvöld á móti Haukum á Ásvöllum.


Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7/2, Blær Hinriksson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Hamza Kablouti 2, Einar Ingi Hrafnsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Birkir Benediktsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 12/1, 38,7%.
Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 4, Andri Dagur Ófeigsson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Ólafur Guðni Eiríksson 2/1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Guðjón Ágústsson 2, Styrmir Sigurðsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 15, 34,9%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -