-Auglýsing-

Öruggt hjá HK – fara með tvö stig suður

- Auglýsing -

HK vann sinn þriðja leik í röð í kvöld í Olísdeild karla þegar þeir lögðu Þór, 32:24, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Komst Kópavogsliðið þar með upp fyrir Selfoss í áttunda sæti deildarinnar og virðist vera komið á gott skrið eftir erfiða byrjun í upphafsmánuðunum.


Þórsarar sitja áfram í næst neðsta sæti með fjögur stig eins og Fram sem fær neðsta lið deildarinnar, ÍR, í heimsókn annað kvöld.

HK-ingar léku afar vel í kvöld, jafnt í vörn sem sókn. Þeir voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:11. Á upphafsmínútum síðari hálfleiks virtist sem HK ætlaði að segja alveg skilið við Þórsara. Forskot fór upp í sjö mörk áður en Þórsarar bitu frá sér og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 22:19, um miðjan hálfleikinn. Þeir sem gerðu sér vonir um að Þórsarar næðu að koma sér fullkomlega inn í leikinn, líkt og þeir gerðu gegn FH í síðustu umferð, urðu fyrir vonbrigðum. HK-inga blésu til sóknar og juku forskot sitt jafnt og þétta. Á sama tíma rann móðurinn af Þórsurum sem fengu ekki rönd við reist.


Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 10, Þórður Tandri Ágústsson 4, Aron Hólm Kristjánsson 3, Oddur Gretarsson 2/1, Þormar Sigurðsson 2, Igor Chiseliov 1, Hákon Ingi Halldórsson 1, Jón Ólafur Þorsteinsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 8, 28,6% – Patrekur Guðni Þorbergsson 4.

Mörk HK: Andri Þór Helgason 10/4, Ágúst Guðmundsson 8, Hjörtur Ingi Halldórsson 5, Tómas Sigurðarson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Haukur Ingi Hauksson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 6, 27,3% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -