Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag, 27:21. Næsta viðureign liðanna fer fram í Safamýri á miðvikudagskvöldið. Ef Stjarnan vinnur þá viðureign einnig er liðið komið í úrslit umspilsins gegn annað hvort HK eða Aftureldingu sem eigast við í hinni rimmu undanúrslitanna.
Stjarnan var með fimmm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:11. Allan síðari hálfleikinn var munurinn á liðunum þrjú til sex mörk. Víkingar, sem höfnuðu í þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna í vetur, vantaði nokkuð upp á að standa Olísdeildarliði Stjörnunnar á sporði að þessu sinni þegar á leikinn leið.
Stjarnan gaf tóninn snemma með því að skora fyrstu fimm af sex mörkum leiksins.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 7, Embla Steindórsdóttir 6, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 4, Hanna Guðrún Hauksdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15.
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 6, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1.
Varin skot: Klaudia Katarzyna Kondras 6, Signý Pála Pálsdóttir 5.
Tölfræði HBritara.