Holland og Evrópumeistarar Noregs mætast í undanúrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Rotterdam á föstudaginn. Hollendingar unnu öruggan sigur á Ungverjum, 28:23, í átta liða úrslitum í kvöld eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik. Ungverjar, sem unnu bronsverðlaun á EM fyrir ári, voru skefi á eftir og verða að sætta sig við að vera heimleið.
Voru einu sinni yfir
Hollenska liðið var mun sterkara frá upphafi til enda í viðureigninni í Ahoy í Rotterdam. Ungverjar voru einu sinni með yfirhöndina í leiknum, 4:3, eftir sjö mínútna leik. Síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks voru eign hollenska liðsins sem hafði góðan stuðning að baki sér. Staðan breyttist úr 6:6 í 10:6 á þriggja mínútna kafla. Þar með var tóninn sleginn af hálfu hollenska liðsins.

Rétt fyrir miðjan síðari hálfleik var hollenska liðið átta mörkum yfir og þótt það slakaði aðeins á klónni undir lokin var sigurinn aldrei í hættu. Kinga Jnaurik varði vel í ungverska markinu eftir að hún kom inn á þegar á síðari hálfleik leið.
Annar stórleikur í röð
Yara ten Holt markvörður hollenska landsliðsins átti annan stórleikinn í röð. Hún varði 15 skot, 41%.
Ungverjar, sem unnu bronsverðlaun á EM fyrir ári voru skefi á eftir og verða nú að sætta sig við að vera heimleið.
Léttleikandi Hollendingar fá verðugan mótherja á heimavelli í norska landsliðinu í undanúrslitaleiknum. Hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa á mótinu.
Markahæstar
Dione Housheer var markahæst í hollenska liðinu með átta mörk. Bo van Wetering var næst með fimm mörk.
Petra Simin, Petra Vámos, Anna Albek, Luka Csikos og Katrin Klujbeer skoruðu þrjú mörk hver fyrir ungverska liði. Sú síðastnefnda lék ekki með síðustu 20 mínúturnar vegna rauðs spjalds sem hún fékk fyrir afar klaufalegt brot á hollenskri konu í hraðaupphlaupi.



