- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur sigur ÍBV – Ágúst Ingi jafnaði fyrir Hauka

Einar Bragi Aðalsteinsson gekk til liðs við FH í sumar. Hann lét til sín taka fyrir FH gegn ÍBV. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

ÍBV vann FH í miklum markaleik í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld, 43:35, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:19. Í síðari leik kvöldsins skildu Haukar og Stjarnan jöfn, 28:28. Ágúst Ingi Óskarsson tryggði Haukum annað stigi þegar hann jafnaði metin rétt áður en leiktíminn var úti.


Hafnarfjarðarmótinu lýkur á föstudaginn. Stjarnan og ÍBV mætast klukkan 17 og FH og Haukar klukkan 19.

FH-ingurinn Jón Bjarni Ólafsson stöðvar Elmar Erlingsson. Jóhannes Berg Andrason og Kári Kristján Kristjánsson eru við öllu búnir. Mynd/J.L.Long


Eins og úrslitin gefa til kynna í leik FH og ÍBV þá var fátt um varnir á báða bóga hjá liðum sem frekar verið þekkt fyrir að leika góðan varnarleik.


Arnar Steinn Arnarsson, hornamaður sem kom til FH frá Víkingi virtist meiðast illa leiknum. Hann lenti illa eftir að hafa brunað fram völlinn í hraðaupphlaupi og virtist rekast í Petar Jokanovic markvörð ÍBV er hann stökk inn í vítateiginn. Flytja varð Arnar Stein af leikvelli á sjúkrabörum.

Dagur Arnarsson og Sveinn José Rivera, leikmenn ÍBV, og Eiríkur Guðni Þórarinsson, varnarmaður FH. Mynd/J.L.Long


Phil Döhler, markvörður FH, fékk boltann í höfuðið í fyrri hálfleik í leik og kom ekki aftur við sögu.


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Birgir Már Birgisson 5, Einar Örn Sindrason 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Atli Steinn Arnarson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Veigar Snær Sigrðsson 2, Róbert Dagur Davíðsson 1.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 10, Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Janus Dam Djurhuus 7, Arnór Viðarsson 5, Elmar Erlingsson 4, Dagur Arnarsson 3, Sveinn José Rivera 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1.


Því miður virðist enn hafa komið babb í bátinn hjá þeim sem taka tölfræði fyrir HBStatz. Þar af leiðandi verða markaskorarar í leik Hauka og Stjörnunnar að bíða betri tíma.

Jóhannes Berg Andrason stekkur framhjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni, leikmanni ÍBV. Mynd/J.L.Long


Staðan:

Haukar211061 – 603
ÍBV210174 – 682
Stjarnan202056 – 562
FH201163 – 701
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -