- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Örvhent króatísk skytta komin til Þórs

Josip Vekic, nýr liðsmaður Þórs, lengst t.v. reynir markskot í leik með Vardar gegn Veszprém í Meistaradeild Evrópu í apríl 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þór Akureyri hefur samið við örvhenta og hávaxna skyttu frá Króatíu, Josip Vekic, eftir því sem fram kemur á félagaskiptsíðu HSÍ. Vekic getur þar með verið klár í slaginn með Þórsurum gegn Fjölni í 1. umferð Grill66-deildarinnar í kvöld, ef þjálfara Þórs býður svo við að horfa. Alltént liggur leikheimild fyrir.


Vekic lék á síðasta tímabili með TV Emsdetten í Þýskalandi og var þar samherji Antons Rúnarssonar og Arnar Vésteinssonar Östenberg.


Eftir upptökum af Vekic, sem er finna m.a. á youtube er um hávaxinn mann að ræða. Á vef Handknattleikssambands Evrópu, EHF, er Vekic sagður vera 209 sentímetrar á hæð og 24 ára gamall frá Metkovic í Króatíu.


Vekic var í leikmannahópi PPD Zagreb 2019/2020, árið eftir hjá Vardar Skopje undir stjórn Stevce Alusovski núverandi þjálfara Þors og með HC Kriens-Luzern í Sviss leiktíðina 2021/22. Vekic virðist hafa farið frá Sviss til Emsdetten í Þýskalandi snemma á þessu ári.


Þór tekur á móti Fjölni í 1. umferð Grill66-deildar karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri klukkan 17.30 í dag.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -