- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Óttast ekki að leiðtoga skorti

- Auglýsing -

„Ég óttast það ekki en það er víst að nú mun reyna á það hlutverk á stórmóti. Í því umhverfi sést best hver er leiðtogi liðsins,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik, spurður um hvort hann velti fyrir sér hver taki við leiðtogahlutverki landsliðsins af Aroni Pálmarssyni sem lagði handknattleiksskóna á hilluna í sumar.

Karlalandsliðið hefur um margra ára skeið átt sterka leiðtoga innan sinna raða sem sópað hefur af. Má þar m.a. nefna auk Arons, Guðjón Val Sigurðsson og Ólaf Stefánsson svo aðeins fárra sér getið frá allra síðustu árum.

Hef ekki orðið var við annað

„Mér finnst ég hafa leiðtoga í leikmannahópnum eins og hann er skipaður í dag. Ég hef ekki orðið var við annað,“ segir Snorri Steinn og bætir við:

Ómar Ingi verður fyrirliði

„Ómar Ingi verður fyrirliði liðsins. Það er alveg ljóst hvað hann kemur með að borðinu. Ég nefndi fleiri leikmenn sem eru leiðtogar svo sem Björgvin Pál, Janus Daða, Viktor, Elvar Örn og Bjarka Má. Ég ætla ekki að þvinga fram einn leiðtoga og þeir ekki heldur. Yfirleitt gerist eitthvað ósjálfrátt að menn stíga fram. Nú þegar Aron er ekki með þá ganga aðrir fram fyrir skjöldu. Ég geri ráð fyrir því að það verði þannig,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -