- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óttast um öryggi sitt og fara ekki til Novi Sad

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins UHK Krems hafa ákveðið að senda ekki lið sitt til Novi Sad í Serbíu um helgina til síðari leiks við RK Vojvodina í Evrópubikarkeppninni í handknattleik sem á að fara fram á laugardaginn. Þeir segjast óttast um öryggi leikmanna, þjálfara og stjórnenda félagsins.


Eftir að um 70 stuðningsmenn RK Vojvodina höguðu sér eins vitleysingar á viðureign liðanna í Austurríki um síðustu helgi segja stjórnendur Krems að óvíst sé við hverju megi búast í síðari leiknum í Novi Sad.

Fjölmennt lögreglulið var kallað í íþróttahöllina í Krems til þess að hafa stjórn á stuðningsmannahópi RK Vojvodina. Þeir höguðu sér dólgslega, voru ógnandi í framkomu, hræktu á leikmenn Krems og hrópuðu níðyrði um þjálfara Kremsliðsins, Ibish Thaqi, sem fæddur er í Kósovó. Mátti minnstu muna að ástandið færi algjörlega úr böndum.

Einnig strengdu stuðningsmenn upp fána sem ekki þóttu við hæfi. Þegar ljóst varð að ekki yrði tauti komið við hópinn ákvað austurríska lögreglan að reka mannskapinn út og upp í rútur sem flutti þá að landamærum Ungverjalands.

Málið er komið inn á borð Handknattleikssambands Evrópu. Ekki er talið útilokað að RK Vojvodina verði vísað úr keppni eða þá að leikurinn fari fram á hlutlausum velli.

Reikna má með að EHF höggvi á hnútinn í dag eða í síðasta lagi á morgun.

Tilkynningu UHK Krems má nálgast hér.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá látunum í Krems sem Daninn Rasmus Boysen birti á Twittersíðu sinni.

Uppfært síðla miðvikudaginn 7. desember:

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að síðari leiknum, sem fram átti að fara í Novi Sad, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -