- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvænt úrslit á endasprettinum

June Andenaes leikmaður Vipers Kristiansand reynir að stöðva Zita Szucsanszki leikmann FTC í viðureign liðanna í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það voru fimm leikir á dagskrá í Meistaradeildar kvenna í handknattleik í dag þar sem að nokkuð var um óvænt úrslit. CSM Bucaresti tók á móti danska liðinu Esbjerg þar sem að heimaliðið fór með sigur af hólmi, 28-26, eftir að hafa verið 15-10 yfir í hálfleik. Mestu munaði um markvörslu Jelenu Grubisic í marki rúmenska liðsins. Hún varði 17 skot og lék stórt hlutverki í sigri CSM. Þetta er fyrsti sigur CSM í keppninni síðan í nóvember en með honum fer liðið upp í fjórða sæti með 13 stig. Esbjerg situr í sjötta sæti með 8 stig.

Krim sýndi tennurnar

  Í Slóveníu tók Krim á móti Rostov-Don þar sem heldur betur óvænt úrslit sáu dagsins ljós. Krim gerði sér lítið fyrir og vann eins marks sigur, 28-27. Eins og áður segir þá verða þessi úrslit að teljast óvænt þar sem slóvenska liðið hafði ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum. Þegar um 13 mínútur voru eftir af leiknum þá voru gestirnir með þriggja marka forystu, 24-21, og fátt sem benti til þess að Krim-liðið myndi vinna. Værukærð gestanna var heldur of mikil. Heimaliðið nýtti sér það vel og vann góðan sigur.

Eftir þennan leik eru Krim komið með sjö stig í sjöunda sæti riðilsins. Rostov-Don missti hins vegar af dýrmætum stigum í toppbaráttu riðilsins og hefur 15 stig á toppi riðilsins aðeins einu stigi á undan Metz og FTC.

Fyrsta tapið

 Annað af ósigruðu liðunum, Vipers, fóru til Ungverjalands þar sem það spilar  tvíhöfða um helgina við FTC. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og voru með frumkvæðið framan af og þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var Vipers með forystu, 10-8. Lokakafli fyrri hálfleiksins varð liðinu erfiður þar sem það náði aðeins að skora eitt mark. Þetta nýttu leikmenn FTC sér og breyttu stöðunni í 14-11. Þannig var staðan í hálfleik. Þá forystu lét FTC aldrei af hendi og vann með tveggja marka mun, 30-28. Með sigrinum er FTC komið með 14 stig í þriðja sætið. Liðið er líklegt til  að gera atlögu að tveimur af topp sætum riðilsins og ná þannig beint í 8-liða úrslitin. Þetta var hins vegar fyrsti tapleikur Vipers í Meistaradeildinni á leiktíðinni en liðið situr í fimmta sæti með 12 stig.

Gros bjargaði stigi

Brest tók á móti Dortmund þar sem að gestirnir veittu heimaliðinu óvænta mótspyrnu og gott betur en það. Þýska liðið hafði forystu nánast allan leikinn  en Ana Gros bjargaði stigi fyrir Brest þegar hún jafnaði metin, 33-33, þegar að nítján sekúndur voru til leiksloka. Með jafnteflinu er Brest með 17 stig í þriðja sæti B-riðils og missti af möguleikanum að ná í annað af topp sætum riðilsins. Dortmund er hins vegar í harðri baráttu um að ná inn í útsláttarkeppnina og því var þetta stig dýrmætt þeirri baráttu.

50 leikir án taps

Sigurganga ungverska liðsins Györ heldur áfram en það heimsótti Podravka heim til Króatíu. Leikurinn var nokkkuð þægilegur fyrir gestina sem komust snemma í fimm marka forystu. Leikmenn Györ héldu áfram að bæta hægt og rólega við forskot sitt og fór svo að lokum að þeir unnu með átján marka mun, 33-15, eftir að hafa verið 13-8 yfir í hálfleik.

Þetta var 50. leikurinn í röð hjá Györ án taps í Meistaradeildinni en síðasti tapleikurinn var í janúar 2018 og er liðið komið með 22 stig og endurheimti topp sætið í riðlinum. Györ hefur trygggt sér sæti í 8-liða úrslitum. Þetta var hins vegar 11. tapleikur Podravaka í röð sem situr á botni riðilsins með tvö stig.

Úrslit dagsins

CSM 28-26 Esbjerg (15-10)
Mörk CSM:
Cristina Neagu 7, Crina Pintea 6, Elizabeth Omoregie 4, Carmen Martin 3, Andrea Klikovac 2, Barbara Lazovic 2, Siraba Dembele 2, Martine Smeets 1, Laura Moisa 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 17.
Mörk Esbjerg: Marit Jacobsen 6, Mette Tranborg 5, Vilde Ingstad 5, Kristine Breistol 4, Marit Malm Frafjord 3, Annette Jensen 3.
Varin skot: Rikke Poulsen 13.

Krim 28-27 Rostov-Don (17-15)
Mörk Krim: Matea Pletikosic 9, Oceane Sercien 4, Maja Svetik 4, Harma van Kreij 3, Samara Da Silva 2, Valentina Klemencic 2, Natasa Ljepoja 2, Tija Gomilar 1.
Varin skot:  Jovana Risovic 17.
Mörk Rostov: Polina Kuznetsova 8, Viktoriya Borschenko 5, Anna Vyakhireva 4, Ksenia Makeeva 3, Iuliia Managarova 2, Anna Sen 2, Vladlena Bobrovnikova 1, Milana Tazhenova 1, Grace Zaadi 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 6, Galina Gabisova 1.

FTC 30-28 Vipers (14-11)
Mörk FTC: Katrin Kljuber 7, Anett Kovacs 4, Noemi Hafra 3, Julia Behnke 3, Nadine Schatzl 2, Emily Bölk 2, Greta Marton 2, Nikolett Toth 2, Aniko Kovacsics 2, Zita Szucsanszki 1, Anett Kisfaludy 1, Antje Malestein 1.
Varin skot: Kinga Janurik 13.
Mörk Vipers: Malin Larsen 7, Linn Jorum Sulland 5, Nora Mörk 4, Henny Reistad 4, Vilde Jonassen 3, Emilie Arntzen 2, Hanna Yttereng 2, Sunniva Andersen 1.
Varin skot: Evelina Eriksson 8, Katrine Lunde 2.

Brest 33-33 Dortmund (17-20)
Mörk Brest: Isabelle Gulldén 8, Djurdjina Jaukovic 6, Ana Gros 5, Pauletta Foppa 5, Sladjana Pop-Lazic 3, Pauline Coatanea 3, Constance Mauny 1, Coralie Lassourcw 1, Tonje Loseth 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 10, Sandra Toft 9.
Mörk Dortmund: Inger Smits 11, Merel Freriks 6, Kelly Vollebregt 4, Jennifer Gutierrez 3, Kelly Dulfer 3, Laura Van der Heijden 3, Clara Danielsson 1, Tina Abdulla 1, Johanna Stockschlader 1.
Varin skot: Isabell Roch 11, Yara Ten Holte 4.

Podravka 15-33 Györ (8-13)
Mörk Podravka: Lamprini Tsakalou 7, Dijana Mugosa 2, Aneja Beganovic 1, Elena Popovic 1, Lucija Jandrasic 1, Dragcia Dzono 1, Lea Franusic 1, Azenaide Carlos 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 10, Magdalena Ecimovic 2.
Mörk Györ: Veronica Kristiansen 6, Estelle Nze Minko 6, Kari Battset 5, Stine Bredal Oftedal 5, Dorottya Faluvegi 3, Beatrice Edwie 2, Anne Mette Hansen 2, Eszter Ogonovszky 1, Anita Görbicz 1, Csenge Fodor 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 7, Laura Glauser 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -