- Auglýsing -
Þau óvæntu tíðindi áttu sér stað í gær að pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce tapaði fyrir Wisla Plock í úrslitaleik bikarkeppninnar í karlaflokki, 34:27. Þetta er fyrsti titill Wisla Plock í 11 ár en þá varð lið félagsins landsmeistari. Síðan hefur Łomża Vive Kielce unnið til 21 titils í pólskum handknattleik og borið ægishjálm yfir önnur lið þótt vissulega hafi Wislaliðið reynt hvað það hefur getað til að veita mótspyrnu.
Um leið var sigurinn í gær sá fyrsti hjá Wisla Plock á liðsmönnum Vive Kielce í sex ár.
Haukur Þrastarson var í leikmannahópi Kielce í leiknum í gær. Sigvaldi Björn Guðjónsson er frá vegna meiðsla.
Kielce leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu eftir hálfan mánuð.
- Auglýsing -