- Auglýsing -

Óvissa ríkir um meiðsli Gísla Þorgeirs

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg meiddist á hægra hné í viðureign Magdeburg og Göppingen á sunnudaginn. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.


Gísli Þorgeir gekkst undir læknisskoðun í gær eftir því sem segir í tilkynningu frá SC Magdeburg í morgun. Í henni fékkst ekki óyggjandi niðurstaða um hvers eðlis meiðslin eru. Þar af leiðindi ekki hvort þau eru alvarleg eða ekki. Gísli Þorgeir verður undir læknishendi þangað til botn fæst í hvað hann hrjáir.


Eftir því sem fram kemur í tilkynningu meiddist Gísli Þorgeir á 56. mínútu leiksins sem fram fór á heimavelli Göppingen. Hann hafði þá farið mikinn við leikstjórn Magdeburgarliðsins og m.a. skorað fjögur mörk og gefið fimm stoðsendingar.


Gísli Þorgeir lék afar vel með Magdeburg á síðustu leiktíð og óx ásmegin eftir því sem á leið. Einnig hefur hann farið á kostum í upphafsleikjum þýsku meistaranna á nýju tímabili.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -