- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvíst hvort Evrópumeistararnir verji titilinn á næsta tímabili

Evrópumeistarar Györi Audi ETO KC í handknattleik kvenna. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska liðið Györi Audi ETO KC, sem vann Meistaradeild kvenna í handknattleik í Búdapest fyrir viku, verður að sækja um boðskort, wild card, til þátttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að Györi varð ekki ungverskur meistari á dögunum. Ungverjaland á aðeins eitt víst sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Níu lið eða þjóðir eiga víst sæti í deildinni sem verður skipað 16 liðum eins og undanfarin ár. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Evrópu kemur fram að 19 lið hafi sótt um að taka þátt í Meistaradeild kvenna á næsta keppnistímabili. Af þeim eru níu örugg en aðeins sjö af þeim 10 sem standa eftir geta vænst þess að fá þátttökurétt, þar á meðal er Györi Audi ETO KC. Györi er eitt sigursælast félagslið Evrópu í Meistaradeildinni.

Liðin níu sem eru örugg um sæti í Meistaradeild kvenna á næstu leiktíð:
Danmörk – Team Esbjerg.
Danmörk – Nykøbing Falster Håndboldklub.
Frakkland – Metz Handball.
Þýskaland – HB Ludwigsburg (fram til þessa SG BBM Bietigheim).
Ungverjaland – FTC-Rail Cargo Hungaria.
Svartfjallaland – Buducnost Bemax.
Noregur – Vipers Kristiansand.
Rúmenía – CSM Bucuresti.
Slóvenía – Krim Mercator Ljubljana.

Liðin 10 sem bíða og vona:
Króatía – HC Podravka Vegeta.
Danmörk – Odense Håndbold.
Frakkland – Brest Bretagne Handball.
Þýskaland – BV Borussia Dortmund.
Ungverjaland – Györi Audi ETO KC.
Ungverjaland – DVSC Schaeffler.
Noregur – Storhamar (vann Evrópudeildina í vor).
Noregur – Sola HK.
Rúmenía – CS Rapid Bucuresti.
Rúmenía – CS Gloria 2018 BN.

Tilkynnt verður 21. júní hvaða 16 lið taka þátt í Meistaradeild kvenna á næstu leiktíð. Um leið liggur væntanlega fyrir hvaða 16 liða takast á í Meistaradeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -