- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Palicka semur við Íslendingaliðið til tveggja ára

Andreas Palicka markvörður sænska landsliðsins gengur til liðs við Kolstad í sumar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Norska meistaraliðið Kolstad frá Þrándheimi staðfesti í morgun að sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka gangi til liðs við félagið á miðju þessu ári. Palicka, sem er 38 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Kolstad. Nokkuð er síðan að ljóst varð að Palicka ætlaði ekki að halda áfram að verja mark frönsku meistaranna Paris St. Germain að loknu tímabilinu sem nú stendur yfir.


Palicka kemur væntanlega í stað Torbjørn Bergerud landsliðsmarkvarðar Noregs sem hermt er að verði markvörður pólsku meistaranna Wisla Plock á næstu leiktíð.

Palicka er einn fremsti og reyndasti handknattleiksmarkvörður Evrópu um þessar mundir. Auk þess að vera hjá Paris St. Germain síðustu þrjú ár hefur hann m.a. varið mark þýsku liðanna THW Kiel og Rhein-Neckar Löwen, Aalborg Håndbold í Danmörku auk H43 í Lundi og Redbergslid í Svíþjóð. Eftirminnilegt er að þegar Palicka sagði upp samningi sínum hjá Rhein-Neckar Löwen í árslok 2021 og lék með Redbergslid á fyrri hluta árs 2022 í þeim tilgangi að bjarga liðinu frá falli úr sænsku úrvalsdeildinni.


Fjórir íslenskir handknattleiksmenn leika með Kolstad, bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssyni, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson. Sigvaldi Björn er fyrirliði Kolstad, sem varð norskur bikarmeistari á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -