Xavi Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Barcelona síðustu 12 árin, hefur staðfest við heimasíðu félagsins að hann hafi komist að samkomulagi um starfslok hjá félaginu og taka þau gildi í lok keppnistímabilsins. Óvíst er hvað þessi sigursæli þjálfari tekur sér fyrir hendur næst en hann er aðeins 52 ára gamall.
Norður-Makedóníski fréttamiðilinn g-sport.mk segist hafa heimilidir fyrir því Pascual taki við þjálfun Dinamo Búkarest í sumar og að þýski landsliðsmaðurinn Christian Dissinger gangi til liðs við félagið. Dissinger er í herbúðum Vardar um þessar mundir.
Pascual er aðeins fjórði þjálfari Barcelona á nærri 40 árum eins og danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen bendir á Twitter. Valero Rivera þjálfari Barcelona frá 1983 til 2003. Xesco Espar tók við að Rivera og var í þrjú ár, til 2007 þegar Manolo Cadenas tók við en staldraði aðeins við í tvö ár.
Since 1983 FC Barcelona has only had 4 (!) coaches – Valero Rivera (1983-2003), Xesco Espar (2004-2007), Manolo Cadenas (2007-2009), Xavi Pascual (2009-2021). Consistency!#handball https://t.co/hpByECTDXC
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 11, 2021
Greint var frá því í gær að Pascual hafi óskað eftir því við stjórn félagsins að verða leystur frá starfi sínu í sumar í kjölfar þess að hann taldi sig ekki njóta trausts stjórnar félagsins sem kjörin var snemma á þessu ári.