- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Pascual vill hætta hjá Barcelona

Xavi Pascual, þjálfari, Barcelonatekur við Dinamo Búkarest í sumar. Mynd/Barcelona
- Auglýsing -

Þær óvæntu fregnir berast úr herbúðum spænska stórliðsins Barcelona að Xavi Pascual þjálfari liðsins vilji hætta í lok keppnistímabilsins. Pascual er með samning við Barcelona fram á mitt næsta ár. Hann hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að verða leystur undan samningi ári fyrr eftir því sem Mundo Deportivo greinir frá samkvæmt heimildum.


Hermt er að Pascual telji sig ekki njóta trausts stjórnar félagsins sem tók við eftir nokkra mæðu snemma á þessu ári. Hún þykir ekki áhugasöm um handknattleik og draga lappirnar við endurnýjun samninga við leikmenn. Það sé m.a. ein skýring þess að Aron Pálmarsson ákvað að róa önnur mið og semja við Aalborg Håndbold eftir að hafa beðið lengi eftir að skrifað yrði undir nýjan samning.


Samkvæmt samningi Pascual við félagið, sem hann hefur óskað eftir að fá uppsögn á, á hann rétt á endurnýjun núverandi samnings takist Barcelona að vinna Meistaradeild Evrópu í júní þegar úrslitahelgin fer fram.


Pascual hefur verið þjálfari Barcelona frá árinu 2009 og á þeim tíma unnið yfir 50 titla með félaginu, þar af tvisvar Meistaradeild Evrópu og ellefu sinnum spænska meistaratitilinn. Fyrir utan að þjálfa Barcelona-liðið þá var Pascual leikmaður þess á sínum yngri árum. Samhliða þjálfun Barcelona var Pascual þjálfari rúmenska karlalandsliðsins frá 2016 til 2018.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -