- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Patrekur snýr til baka í þjálfun – tekur við af Sissa

Patrekur Jóhannesson tekur við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í sumar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Patrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar til næstu tveggja leiktíða. Hann tekur við starfinu í sumar af Sigurgeiri Jónssyni, Sissa, sem stýrir liðinu út leiktíðina. Patrekur hefur ekki áður þjálfað meistaraflokkslið í kvennaflokki en er þrautreyndur þjálfari og stýrði síðast karlaliði Stjörnunnar frá sumrinu 2020 og þangað til í lok september á síðasta ári þegar hann lét af störfum að eigin ósk.

„Við erum að leggja mikinn metnað í kvennahandboltann hjá Stjörnunni og ráðning Patreks er fyrsta skrefið því til staðfestingar,“ segir Ómar Gunnar Ómarsson formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni í tilkynningu sem birt var á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Stjörnunnar eftir hádegið í dag.

Patrekur, er 51 árs gamall og fyrrverandi handknattleiksmaður. Hann er uppalinn Stjörnumaður en lék einnig með KA, Tusem Essen, GWD Minden og Bidasoa. Patrekur lék 243 landsleik og skoraði í þeim 634 mörk.

Þjálfaraferill Patreks hófst með karlalið Stjörnunni árið 2008. Einnig hefur hann þjálfað TV Emsdetten í Þýskalandi, Val, Hauka, Selfoss og Skjern í Danmörku, ásamt því að vera landsliðsþjálfari Austurríkis um átta ára skeið. Undir stjórn Patreks vann karlalið Hauka Íslandsmeistaratitilinn 2015 og karlalið Selfoss fjórum árum síðar.

„Stjarnan þakkar Sigurgeiri Jónssyni, Sissa, fyrir gott tímabil en hann hefur náð gríðarlegum viðsnúningi með liðið frá áramótum þegar liðið var í neðsta sæti en hann kom Stjörnunni í úrslitaleikinn í bikar og í úrslitakeppnina sem hefst 12. apríl,“ segir m.a. í tilkynningu Stjörnunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -