- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfaraskipti standa fyrir dyrum hjá Stjörnunni

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sigurgeir Jónsson, Sissi, lætur af störfum þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik þegar liðið hefur lokið þátttöku á Íslandsmótinu í vor. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og mun ákvörðunin vera stjórnenda handknattleiksdeildarinnar. Lá hún fyrir áður en Stjarnan lék til undanúrslita og síðar úrslita í Poweradebikarsins snemma í þessu mánuði. Ekki hefur verið opinberað hver tekur við þjálfun Stjörnuliðsins.

Tók við í fyrra

Sissi tók við þjálfun Stjörnunnar síðasta sumar eftir Hrannar Guðmundsson, núverandi þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, lét af störfum. Sissi var áður aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni og þar á undan hjá öðrum liðum, m.a. hjá Fram auk þess að þjálfa yngri flokka um árabil.

Hertu róðurinn á nýju ári

Róðurinn var þungur hjá Stjörnunni fram eftir keppnistímabilinu í vetur í Olísdeildinni. Um tíma var liðið í fallhættu en herti verulega róðurinn með öruggari áratökum eftir áramót. Skilaði það sér í að Stjarnan lék til úrslita í Poweradebikarnum fyrir rúmum hálfum mánuði og tryggði sér örugglega sæti í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar. Stjarnan mætir Haukum og verður fyrsti leikur liðanna 12. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -