- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Patrekur var hetja í Eyjum

Patrekur Stefánssn fagnar sigurmarki á Fram í haust. Hann hafði aftur ástæðu til að fagna sigurmarki í Vestmannaeyjum í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri. net
- Auglýsing -

Patrekur Stefánsson var hetja KA-manna í kvöld þegar hann tryggði þeim tvö stig í Vestmananeyjum þegar hann skoraði sigurmark KA, 29:28, á síðustu sekúndu leiksins. Leiktíminn var úti í þann mund sem boltinn kom í netið eftir að markvörður ÍBV hafði gert heiðarlega tilraun til þess að verja skot Patreks frá punktalínu.


Eflaust verður deilt um hvort ruðningur hafi verið á Patrek þegar hann mætti varnarmanni ÍBV í þann mun sem lokaskotið reið af. Dómarar leiksins voru hinsvegar vissir í sinni sök og dæmdu mark við mikinn fögnuð KA-manna. Eyjamenn voru alls ekki sáttir en verða að sætta sig við orðinn hlut. Ekki tjóir að deila við dómarann frekar en fyrri daginn. Þefur af ruðningi virtist vera fyrir hendi.


Theódór Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV, 28:28, þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Heimamenn voru lengst af með frumkvæðið og náðu alltént í tvígang tveggja marka forskoti í síðari hálfleik en varð ekki kápan úr því klæðinu.


Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.


KA er þar með komið með níu stig eftir níu leiki, jafnmörg stig og ÍBV, Fram og Stjarnan sem vann öruggan sigur á Val í kvöld og fjallað verður um annarstaðar hér á handbolti.is.


Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 7/3, Arnór Viðarsson 4, Hákon Daði Styrmisson 4/2, Róbert Sigurðarson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Ívar Logi Styrmisson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, 29% – Björn Viðar Björnsson 3, 30%.
Mörk KA: Jóhannes Geir Sævarsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 6/1, Áki Egilsnes 5, Jón Heiðar Sigurðsson 4, Patrekur Stefánsson 4, Einar Birgir Stefánsson 2, Daði Jónsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8, 26,7% – Svavar Ingi Sigmundsson 1, 16,7%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -