Perla Ruth Albertsdóttir leikmaður Selfoss hefur dregið sig úr landsliðinu í handknattleik sem mætir Ísrael í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið á miðvikudaginn og fimmtudaginn á höfuðboegarsvæðinu. Leyfilegt verður að fylgjast með leikjunum í útsendingu RÚV2 en þeir hefjast klukkan 19.30 báða daga.
Perla Ruth, sem leikið hefur 57 landsleiki og skorað í þeim 138 mörk á von á barni innan fárra mánaða. Hún sagði frá gleðifregnunum fyrr í dag á Instagram. Fyrir eiga Perla Ruth og maður hennar, Örn Þrastarson, einn dreng.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik valdi 20 leikmenn á dögunum vegna leikjanna sem framundan eru. Hann kallar þar af leiðandi ekki inn leikmann í stað Perlu Ruthar.