- Auglýsing -
- Auglýsing -

Perla Ruth var aðsópsmikil á Ragnarsmótinu – myndir

Perla Ruth Albertsdóttir, markadrottnig og besti leikmaður Ragnarsmótsins 2023. Mynd/Selfoss/ÞRÁ
- Auglýsing -

Perla Ruth Albertsdóttir, sem gekk á ný til liðs við handknattleikslið Selfoss í sumar eftir dvöl hjá Fram, var valin besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna sem lauk á Selfoss í gær. Íslandsmeistarar Vals unnu mótið, lögðu alla andstæðinga sína þrjá nokkuð örugglega.


Perla Ruth var einnig markadrottning mótsins. Hún skoraði 31 mark í þremur leikjum, þar af 25 í tveimur þeim síðustu. Ljóst er að Perla Ruth mætir, eins og henni er er von og vísa, í frábæru formi til leiks með Selfossi þegar keppni hefst í Grill 66-deildinni eftir um mánuð.

Sigurlið Ragnarsmóts kvenna 2023, Valur. Efri röð f.v.: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Sigríður Hauksdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Thea Imani Sturludóttir. Neðri röð f.v.: Morgan Marie Þorkelsdóttir, Arna Sif Jónsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Arna Karitas Eiríksdóttir, Hrafnhildur Markúsdóttir, Sara Lind Fróðadóttir, Lovísa Thompson. Mynd/Selfoss/ÞRÁ

Í mótslok í gærkvöld voru veitt nokkur einstaklingsverðlaun auk þess sem Valsliðið hlaut sigurlaun sín. Einstaklingsverðlaunin hlutu:
Markadrottning Perla Ruth Albertsdóttir, 31 mark
Markmaður: Sara Sif Helgadóttir, Val.
Varnarmaður: Mariam Eradze, Val.
Sóknarmaður: Elín Rósa Magnúsdóttir, Val.
Leikmaður mótsins: Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi.

, , ,

Sjá einnig:
Afturelding og Valur fóru vel af stað á Selfossi
Stórsigur Vals á Stjörnunni – Heimaliðið sterkara
Óttast að Mariam hafi slitið krossband í gær
Valur vann Ragnarsmótið – Stjarnan lagði Selfoss

Hefst á mánudaginn

Ragnarsmótið í karlaflokki hefst á mánudaginn í Sethöllinni á Selfoss. Sex lið taka þátt: Grótta, ÍBV, ÍR, KA, Selfoss og Víkingur.

Á fyrsta leikdegi mótsins mætast Selfoss og ÍBV og Víkingur og Grótta. Nánari upplýsingar um leikjadagskrá er að finna hér.

Að vanda verður Selfoss TV með beinar útsendingar frá Ragnarsmótinu. Selfoss TV er að finna á Youtube.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -