Susanne Denise Pettersen leikmaður KA/Þórs er leikmaður 6. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik að mati Handboltahallarinnar, vikulega þáttar um handbolta sem er á dagskrá Símans á mánudagskvöldum. Pettersen átti stórleik með KA/Þór í sigri á Fram í Lambhagahöllinni á laugardaginn, 30:29.
Pettersen var einnig í úrvalsliði umferðarinnar í annað sinn á leiktíðinni eins og samherjinn Anna Þyrí Halldórsdóttir og þjálfarinn Jónatan Þór Magnússon. Jónatan Þór fyrsti þjálfarinn sem valinn er tvisvar á keppnistímabilinu.
ÍR-ingurinn og landsliðkonan, Katrín Tinna Jensdóttir, er fyrst til þess að vera fjórum sinnum í liði umferðarinnar.
Lið 6. umferðar Olísdeildar kvenna:
Hægra horn: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val.
Hægri skytta: Thea Imani Sturludóttir, Val.
Miðjumaður: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Haukum, 2*. Vinstri skytta: Susanne Denise Pettersen, KA/Þór, 2*.
Vinsta horn: Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram, 3*.
Línumaður: Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR, 4*.
Markvörður: Sara Sif Helgadóttir, Haukum, 3*.
Varnarmaður: Anna Þyrí Halldórsdóttir, KA/Þór, 2*.

Þjálfari umferðarinnar: Jónatan Þór Magnússon, KA/Þór, 2*.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Leikmaður 6. umferðar: Susanne Denise Pettersen, KA/Þór, 2*.




