- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Piltarnir eru komnir í undanúrslit í Merzig

Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins leggur leikmönnum lífsreglurnar fyrir leikinn við B-lið Þjóðverja. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -


Piltarnir í 19 ára landsliðinu í handknattleik karla slá ekki slöku við á Sparkassen Cup mótinu í Merzig í Þýskalandi. Eftir sigur á landsliði Slóveníu í gær þá lögðu þeir B-landslið Þýskalands fyrir hádegið í dag, 25:20. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið náði mest sjö marka forskoti. Framundan er annar leikur hjá íslenska liðinu gegn Hollendingum.


Þegar er íslenska liðið öruggt um sæti í undanúrslitum en sigur á Hollendingum mun tryggja efsta sæti B-riðils. Hollendingar hafa þegar tapað tveimur viðureignum, 30:18 fyrir B-liði Þýskalands og 32:24 í leik við Slóvena.

Eyjapeyjarnir Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánson og Andri Erlingsson glaðir í bragði eftir sigurinn á B-liði Þjóðverja. Ljósmynd/MKJ

Jafnt var fyrstu 15 mínúturnar leiksins við B-lið Þýskalands. Eftir því sem lengra leið á hálfleikinn náði íslenska liðið undirtökunum og fór með þriggja marka forystu inn í hálfleik, 14:11.

Í síðari hálfleik náðu strákarnir okkar mest 7 marka forystu og unnu að lokum þægilegan 5 marka sigur sem aldrei var í hættu, 25:20.


Mörk Íslands: Garðar Ingi Sindrason 7, Andri Erlingsson 4, Jason Stefánsson 3, Daníel Montoro 3, Max Emil Stenlund 3, Elís Aðalsteinsson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Harri Halldórsson 1, Baldur Fritz Bjarnason 1.
Varin skot: Sigurjón Atlason 7, Jens Sigurðarson 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -