- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Pólverjar veittu Frökkum harða keppni í Katowice

Pólverjarnir Szymon Sicko og Przemysaw Krajewski freista þess að stöðva Frakkann Dika Mem í upphafsleik HM í Katowice í Póllandi í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar unnu heimamenn í pólska landsliðinu í upphafsleik heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Katowice í Póllandi í kvöld, 26:24, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13. Ungt lið Pólverja gaf Frökkum ekkert eftir frá upphafi til enda og varð þrautreynt franskt landslið svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum.


Frakkar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda. Þeir náðu tvisvar sinnum fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik. Pólverjar bognuðu ekki fyrir framan fjölda stuðningsmanna sinna í íþróttahöllinni í Katowice þar sem íslenska landsliðið lék á EM 2016. Pólsku leikmennirnir komu alltaf til baka og voru aðeins marki undir í hálfleik.

Pólverjar fjölmenntu á upphafsleik HM í handknattleik karla í Katowice í kvöld. Mynd/EPA


Áfram voru Frakkar einu til tveimur mörkum yfir í síðari hálfleik eða allt þar til örfáar mínútur voru eftir að þeir náðu þriggja marka forskoti sem þeim tókst að mestu að verja allt þar til flautað var til loka leiksins.


Sádi Arabar mæta Slóvenum í hinni viðureign 1. umferðar B-riðils á morgun en sex aðrir leikir verða þá dagskrá í A, C og D-riðlum, þar á meðal viðureign Íslands og Portúgal í D-riðli klukkan 19.30.


Mörk Frakklands: Dika Mem 6, Kentin Mahe 4, Ludovig Fabredas 3, Nikolas Tournat 3, Yanis Lenne 3, Nedim Remili 2, Mathieu Grebille 2, Dylan Nahi 2, Thibaud Briet 1.
Mörk Póllands: Szymon Sicko 7, Arkadiusz Moryto 6, Piotr Jedraszcyk 3, Maciej Gebala 3, Ariel Peitrasik 2, Micjal Olejniczak 2, Patryk Walczak 1.

Leikjadagskrá HM.

D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -