- Auglýsing -
Leikmenn og þjálfarar portúgalska liðsins FC kunnu að meta móttökur og viðgjörning í Lambhagahöllinni á þriðjudaginn þegar þeir mættu Fram í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þökkuðu þeir fyrir sig í bréfi sem þeir festu á blað og límdu upp í klefa sínum fyrir brottför.
Sannarlega til sóma hjá portúgalska stórliðinu enda hefur Handknattleikssamband séð sérstaka ástæðu til þess að vekja athygli á drenglyndi Porto-liðsins með færslu á samfélagsmiðlum.

- Auglýsing -