- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Porto vildi setja Þorsteini Leó stólinn fyrir dyrnar

- Auglýsing -

Stjórnendur portúgalska liðsins FC Porto voru ekkert sérstaklega áfram um að stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson gæfi kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Evrópumótið. Þeir óttuðust að meiðsli Þorsteins Leós gætu tekið sig upp og orðið til þess að hann yrði vikum saman frá keppni að loknu Evrópumótinu. Þorsteinn segir frá þessu í viðtali við mbl.is.


„Þeir vildu alls ekki að ég færi. Það getur náttúrulega verið hættulegt að spila svona snemma og þetta getur rifnað aftur. Þeir vilja hafa hættuna sem minnsta og ég skil þeirra hlið á þessu 100 prósent,“ sagði Þorsteinn við mbl.is.

Kom stuttlega við sögu

Þorsteinn Leó var í fyrsta sinn í leikmannahópi íslenska landsliðsins á EM í leiknum við Króata á föstudaginn. Hann kom einu sinni inn á leikvöllinn til þess að taka aukakast.

Úr leik síðan í nóvember

Þorsteinn Leó tognaði á nára um miðjan nóvember og lék ekkert eftir það með Porto fram að jóla- og EM-leyfi. Porto er í baráttu við Sporting og Benfica um portúgalska meistaratitilinn og er auk þess komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

86. EM-leikmaður Íslands

Þorsteinn Leó er að taka þátt í EM í fyrsta sinn. Hann er 86. handknattleiksmaðurinn sem leikur fyrir Ísland í lokakeppni EM og annar EM-nýliðinn á mótinu. Hinn er Andri Már Rúnarsson sem tekið hefur þátt í tveimur leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -